þriðjudagur, 13. september 2005

Ég sat í mötuneyti HR í dag og hlustaði á tvær stórkostlega málhaltar stúlkur ræða fyrrverandi kærasta og hversu ömurlegir þeir eru/voru. Hér er smá bútur úr samtali þeirra:

stúlka1: Og ég bara 'hvað er aððér!' og hann bara 'þú veist alveg' og ég bara 'láttu mig bara vera kríp!' skiluru.
stúlka2: oj ógesla eitthvað.
stúlka1: eimmit. Ég fattaði hann ekkert skiluru.
stúlka2: og hvað svo?
stúlka1: hann bara 'oh, djöull ertu ömuleg' og ég bara 'oh! þenk jú!' fattaru.
stúlka2: aha.
stúlka1: og hann bara 'ég vil bara fá sjónvarpið' eitthvað og ég bara 'nei vinur! ég á'ða núna' skiluru og hann bara 'oj, þú ert ömuleg' og ég bara 'eh, neihei. þú ert herra ömurlegur!' skiluru.

Á þessum tímapunkti stóð ég upp, gekk að borðinu þeirra og ældi yfir þær. Sumir nemendur virðast algjörlega sleppa grunnskóla og menntaskóla áður en þeir drífa sig í háskólanám.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.