Niðurstöður minnar einkakönnunar varðandi lélegastu þjónustu í alheiminum (hjá fyrirtækjum) eru komnar á borð til mín. Fyrirtækið Síminn fær þessi verðlaun fyrir eftirfarandi:
* Vonlaus þjónusta í verslunum Símans. Það tók mig fjórar tilraunir að fá að tala við þjónustufulltrúa í verslun Símans í Kringlunni (beið í 20 mínútur í hvert skipti áður en ég gafst upp).
* Vonlaust gjaldfrjálst þjónustunúmer. Var látinn bíða í 15 mínútur eftir að heyra í þjónustufulltrúa.
* Heimasíða Símans er einnig tilgerðarleg, ljót og ruglingsleg.
Tillaga undirritaðs að betri árangri Símans: Ráðið fleira starfsfólk og lækkið milljarðar hagnaðinn um nokkrar milljónir á ári. Hættið að níðast á viðskiptavinum ykkar. Þangað til skora ég á alla að skipta yfir í Vodafone.
Í verðlaun er þessi vinsamlega ábending frá mér og lítillega notuð bláberjasultukrukka sem mig langar ekki í lengur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.