mánudagur, 26. september 2005

Það er mikið rætt um launamál kynjanna þessa dagana. Þar er sagt að konur eigi að fá sömu laun og karlmenn, sem hljómar fallega og vel. Ég þarf rök fyrir svona, ekki "af því bara" rök. Hér eru nokkur röksemdafærslur varðandi málið:

* Konur verða óléttar. Þær vinna varla 100% vinnu kasóléttar á meðan karlar geta unnið allan tímann í 100% vinnu.

* Konur verða að fá fæðingarleyfi. Það setur talsvert skarð í áætlanir fyrirtækis sem þarf stjórnanda/yfirmann sem er alltaf með fyrirtækinu.

* Framboð og eftirspurn gildir á vinnumarkaðnum. Það er meiri eftirspurn eftir körlum í störf, sem veldur hærri launum þeirra. Ósanngjarnt en satt.

* Karlar geta gengið í öll störf. Konur geta það ekki. Auðvitað eru til undantekningar á þessu en almennt er þetta svona.

* Konur borða minna en karlar. Karlar þurfa því að eyða meiri peningi í mat. Fyrir utan að strákar bjóða stelpum upp á drykki og bíó (og flr), venjulega.

* Það er tiltölulega stutt síðan konur fóru almennt á vinnumarkaðinn. Launamál eru enn að þróast.

og að lokum röksemdafærsla sem setur þetta allt í rétta mynd:

* Konur fá miklu lengri fullnægingar en karlar og geta fengið þær mun oftar.

Annars er mér alveg sama, þetta er meira fyrir náttúruna og markaðslögmálin að ákveða. Ekki stjórnmálamenn og rauðsokkur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.