Það getur verið að ég hafi verið að borða óhollustu máltíð ævi minnar sem innihélt beikonborgara, franskar, kokteilsósu, kók og súkkulaði, í þessari röð.
Það getur verið að ég hafi lést um tvö og hálft kíló á íslandsmeistaramótinu í bandý sem var haldið í Fífunni á sunnudaginn.
Það getur verið að ég hafi verið að bæta Kára HR-ingi við í hlekkjasafnið hjá mér.
Það getur verið að ég sé að missa vitið af stressi fyrir próf á morgun, sem ég er ekki byrjaður að læra fyrir.
Það er hinsvegar alveg öruggt að það býr maður og kona(á jafnháum launum, til að gæta jafnræðis) í hnakkanum á mér sem hvísla að mér að ég eigi bara að fara heim að sofa, alltaf.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.