mánudagur, 26. september 2005

Dagurinn í gær var blogglaus vegna Íslandsmeistaramótsins í Bandý sem ég tók þátt í með góðum árangri.

Alls kepptu 8 lið á mótinu, þar á meðal UÍA, sem ég keppti með ásamt Soffíu, Björgvini, Óla Rú, Loga Helgu, Karólínu, Hjalta, Begga, Bödda og Sigga.

Svona urðu úrslitin:
1. sæti: Viktor (MR-ingar)
2. sæti: Babýlon (HR nemar m.a.)
3. sæti: BK (Bandýklúbbur Kópavogs)
4. sæti: UÍA (Austurland!)

Við komumst semsagt í undanúrslit sem verður að teljast frábær árangur þar sem við höfum aldrei spilað öll saman áður, nokkrir voru þunnir, helmingurinn hafði aldrei spilað með alvöru bandýkylfum áður og ég, Soffía og Björgvin borðuðum ekkert allan daginn.

Ég tók nokkrar myndir en stillti myndavélina eitthvað skringilega þannig að þær eru flestar misheppnaðar. Ég deili því aðeins með ykkur einu video í dag en það er af síðasta marki okkar gegn einhverju liðinu sem við unnum 8-0. Hér er það (9 mb erlent niðurhal).

1 ummæli:

  1. Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.