mánudagur, 29. ágúst 2005

Skólinn er kominn á fullt og því er nóg að gera þessa dagana. Hér er listi yfir aðgerðir sem ég þarf að framkvæma í dag eða næstu daga:

* Skrifa undir leigusamning og vinna í að fá húsaleigubætur.
* Fara í bíó.
* Gera sérsíðu undir fjórfara fortíðar, nútíðar og framtíðar.
* Gera rassgat.org að betri síðu.
* Klára að lesa bókina Contact eftir Carl Sagan.
* Stunda líkamsrækt af miklum móð.
* Rista í handlegginn á mér Nágrannamerkið með naglaklippum.
* Afgreiða á skiptibókamarkaði HR.
* Kaupa skólabækur fyrir HR.

Svo mun ég sennilega mæta í nokkra tíma líka.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.