sunnudagur, 28. ágúst 2005

Ég hef loksins fengið staðfestingu á því að starfsfólk Norðurljósa sé verulega illa innrætt. Fyrst var Snorri Sturluson, einn besti íþróttalýsir Íslandssögunnar, látinn hætta og svo í dag, 28. ágúst 2005, láta þeir Nágranna vera í opinni dagskrá þangað til rétt undir blálokin þegar líf manneskju, sem er mér mjög kær, er í húfi.

Það þýðir þó ekki að láta þetta á sig fá, þerra bara tárin og halda áfram að skrifa aðdáendabréf til Ian Smith.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.