mánudagur, 29. ágúst 2005

Í mötuneytinu í dag gekk ég með köku og kókómjólk framhjá borði sem innihélt sex manns. Þegar framhjá þeim var komið og ég sestur sagði einhver á næsta borði eitthvað sem ég heyrði ekki hvað var, í framhaldinu litu allir til baka á mig, aftur fram og hlógu af öllum kröftum þeirra veiklulegu tölvufræðilíkama.

Ef ég hefði ekki verið í fínu, þröngu leðurbuxunum mínum með leðurgrímuna sem ég saumaði um síðustu helgina hefði ég gengið upp að þeim og spurt hvað væri svona fyndið áður en ég hefði hent þeim út um gluggann.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.