þriðjudagur, 30. ágúst 2005

Ég er að missa vitið aftur.

Ég mætti of seint í tíma í dag í fyrsta sinn á minni háskólagöngu. Það er þó ekki ástæðan.

Ég lenti á rauðu ljósi á hverjum einustu gatnamótum á leiðinni í skólann sem olli því að ég varð brjálaður á síðustu ljósunum, öskraði eins hátt og ég mögulega gat og barði í stýrið nágrannabílstjóra mínum til óttablandinnar skemmtunar. Það er þó ekki vísbending um að ég sé að missa vitið.

Þá byrjuðu umferðarljósin að tala við mig og sögðu mér að keyra af stað, að ljósin skiptu eiginlega engu máli. Mér var brugðið því ég áleit umferðarljós alltaf góð og ljúf. En það er ekki ástæðan fyrir geðveiki minni í þetta skiptið.

Ástæðan fyrir því að ég er að missa vitið er þetta fjandans hátíðnihljóð sem kemur úr skjávarpanum í þessum bölvaða tíma.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.