sunnudagur, 28. ágúst 2005

Það er eitthvað vesen í kringum að virkja rassgat.org síðuna sem ég keypti nýlega. Þegar myndirnar hérna uppi í hægra horni birtast aftur getið þið smellt hér fyrir bráðabirgðasíðu rassgatsins.

Allavega, nóg að gera í gær. Partí, svefn, átferðir, innkaup, netvera og bíóferð. Ég keyri ennþá út um allt í Reykjavík á bifreið minni og það gengur betur en gáfuðustu, karlkyns sérfræðingar þorðu að vona. Öðrum orðum; ekkert að frétta.

Ég hef það þó skemmtilega á tilfinningunni að þessi sunnudagur verði stórkostlegur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.