þriðjudagur, 23. ágúst 2005

Ég er mættur til Reykjavíkur eftir leiðinlegustu átta tíma ferð ævi minnar. Ég fór ferðina einn á vínrauða fáknum. Ýmislegt gerðist. Hér er það helsta:

* Þrjú matarstopp voru framkvæmd á leiðinni.

* Sjö lögreglubílar voru að vakta vegina á leiðinni. Ég var aldrei tekinn enda festist ég alltaf á eftir einhverjum fjölskylduvitleysingi sem keyrði á löglegum hraða.

* Undir lokin var ég farinn að tala við og syngjast á við sjálfan mig með nokkuð góðum árangri.

* Þegar ég var kominn í bæinn og byrjaður að týna farangur inn gómaði ég miðaldra mann við að skoða bílinn minn að innan. Hann reyndist vera að spá í að kaupa sér svona bíl (Mitzubichi Lancer árg. 1987!!) og vildi fá upplýsingar um þessa skepnu. Það skipti engum togum, ég rotaði hann og stakk honum í skottið.

Allavega, fyrsti skóladagurinn minn á morgun og ég á eftir að strauja ofurhetjubúninginn. Meira á morgun.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.