miðvikudagur, 24. ágúst 2005

Í dag lét ég segulómskoða á mér hné. Þar upplifði ég mína verstu martröð; þurfti að sitja í 45 mínútur án þess að hreyfa fótinn neitt. Þetta er mun erfiðara en það hljómar. Ég fékk útvarp svo ég yrði ekki geðveikur en rafhlöðurnar kláruðust um svipað leyti og allir hjúkrunarfræðingarnir fóru í matarhlé.

Í dag kann ég mun betur að meta að mega hreyfa á mér fæturnar. Ég mæli með því að þið gerið það líka.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.