mánudagur, 22. ágúst 2005

Síðasti dagur minn á Egilsstöðum er að kvöldi kominn. Hann notaði ég í að þrífa íbúðina sem ég skila af mér á morgun, fara í sund þar sem ég prófaði rennibrautina ítrekað og að láta fara yfir bílinn minn, á hverjum ég ætla að keyra til Reykjavíkur á morgun, aleinn.

Eftirfarandi þakka ég fyrir sumarið;

Fjölskyldunni minni fyrir að létta lundu mína.
Soffíu fyrir að vera frábær og alltaf með mér í ræktinni.
Jónasi fyrir að vera 75% af Arthúr.
Hetti fyrir að leyfa mér að spila körfu með sér, þrátt fyrir að ég sé svertingi.
Starfsfólki skattstofunnar fyrir að vera líflegt og skemmtilegt.
Öllum sem kíktu á þessa síðu í sumar.

Þetta er að sjálfsögðu fyllilega tæmandi listi. Ef einhvern vantar á hann þá er það bara gert af illgirni.

Sjáumst í Reykjavík.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.