laugardagur, 13. ágúst 2005

Það er komin tími á að fara yfir markmið sumarsins og árangur hingað til:

* Vinna þar til ég brotna saman: 100% árangur.
* Borga skuldir alveg: 15% árangur.
* Bæta á mig 10 kg: 80% árangur.
* Borða lítið nammi: 0% árangur.
* Horfa ekkert á sjónvarp: 98% árangur.
* Ferðast um landið: 30% árangur.
* Kaupa stafræna myndavél: 100% árangur.
* Taka stafrænar myndir: 2% árangur.
* Spila mjög mikinn körfubolta: 10% árangur.
* Verða heimsins besti bloggari: 1203% árangur.
* Læra að það er ekki hægt að fara yfir 100% árangur: 532% árangur.

Mjög viðunandi árangur. Ef ég næ að þyngja mig um tvö kíló í viðbót verð ég sáttur, sérstaklega í ljósi þess að fituhlutfall mitt mældist 8% ca. Sú fita er öll í hauskúpunni á mér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.