Tvennt gerðist í gærkvöldi sem hafði áhrif á mitt innra sjálf:
* Ég fattaði að klukkan mín var allof fljót. Það útskýrði ótrúlegt óstundvísi allra manna og verslana þann daginn. Þar að auki svaf ég ekki yfir mig, eins og ég hélt.
* Ég öskraði upp yfir mig í litla rúminu mínu, í litla herberginu mínu, í litlu íbúðinni minni, í litlu blokkinni minni, í litla bænum mínum, í litla landinu mínu í gærnótt í draumi þar sem einhver manneskja mátti ekki koma í herbergið mitt og öskraði ég því eins hátt og ég gat "EKKI OPNA!" og hrökk upp við það. Sem betur fer sváfu allir aðrir í húsinu fastar en ég og því gerði ég mig ekki að fífli, fyrr en nú.
Já, ævintýrin eru á Egilsstöðum í sumar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.