miðvikudagur, 6. júlí 2005

Síðasta sólarhring hefur fernt gerst sem ég hélt að myndi aldrei gerast:

* Ég var spurður um lyftingaráðleggingar í lyftingasalnum í gær. Mig minnir að ég hafi mælt með lyftidufti. Ég veit ekkert um lyftingar.

* Ég lét konu fá uppskrift að skyrtertu sem ég á. Þannig miðlaði ég allri minni baksturskunnáttu á tveimur mínútum.

* Ég vaknaði fullur af orku. Sú orka er búin þegar þetta er ritað.

* Ég útbjó launakerfi í excel. ég veit ekki til hvers eða af hverju. Kannski af því mér leiddist og kannski af því ég er nörd.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.