Klukkan er rúmlega 2 að nóttu og ég var að ljúka við að gera ljúffenga skyrteru. Afraksturinn má sjá hér að ofan. ATH. þetta vinstra megin við hana eru ekki húðpjötlur heldur jarðarber.
Allavega, tilefnið er ærið. Ritnefnd veftímaritsins fæddist þennan dag og er nú komið á hinn stórskemmtilega dauðaaldur; 27. Spurning hvort Finnur.tk lifi árið af eða sláist í hóp með Kurt Cobain, Jimi Hendrix, Janis Joplin og Kristjáni Jónssyni fjallaskáldi.
Ef þið viljið gefa mér gjöf í tilefni dagsins, hlekkið á mig á síðunni ykkar, hvort sem er í færslu eða hlekkjasafni. Það eða að gefa mér núðlupoka.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.