fimmtudagur, 28. júlí 2005

Þessi afmælisdagur hefur verið merkilega góður það sem af er. Til að byrja með hafa vinir og kunningjar, ásamt gríðarfjölda af fallegu kvenfólki, óskað mér til hamingju með afmælið, bæði í ummælum í færslunni hér að neðan og í persónu. VISA reikningurinn var um 35% lægri en ég bjóst við sem gefur mér grænt ljós á að kaupa mér stafræna myndavél og í vinnunni í dag hafa einungis ungar, fallega raddaðar konur hringt í mig og verið í góðu skapi.

Þetta er ekki allt því kvöldið er eftir en ég hyggst lyfta, synda, þrífa skattinn og umgangast allt fallega og skemmtilega fólkið þegar fram líða stundir. Þetta gæti orðið besti afmælisdagur lífs míns, fyrir utan auðvitað þegar ég fékk He-man kastalann Gray-Scull á átta ára afmælinu mínu í Trékyllisvík.

Takk fyrir kveðjurnar öll.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.