miðvikudagur, 27. júlí 2005

Þegar hingað er komið við sögu hef ég unnið í um 625 tíma sem fulltrúi á skattstofunni þetta sumarið, í 31 tíma við að þrífa skattstofuna og í um 16 tíma við að slá skattstofugarðinn. Þetta gerir alls 672 tíma. Svona skiptist þá sumarið niður:

43,1% Vinna.
25,0% Svefn (utan vinnutíma).
6,3% Að umgangast skemmtilegt fólk utan vinnutíma.
5,5% Slappa af.
4,8% Lyftingar.
4,2% Að borða mat/prótein/annað utan vinnutíma.
3,1% Keyra á milli staða utan vinnutíma.
3,0% Sund og heitur pottur.
1,4% Sturta og rakstur.
0,4% Horfa á sjónvarp.
3,2% Annað (minnisleysi).
--------------------------------
100,0% Alls

Þar af hef ég tekið tvo heila daga í frí.

Hljómar ekki spennandi en ég hef samt sem áður sjaldan lifað jafn skemmtilegt sumar. Það þarf greinilega ekki nema um 6,3% af tímanum til að gera heildina skemmtilega.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.