þriðjudagur, 26. júlí 2005

Hér er listi yfir líkamlega kvilla sem hrjá mig þessa dagana:

* Vinstra hné: Smá bólgið eftir ofnotkun í körfubolta.
* Vinstri rist: Tognaði fyrir um 11-12 vikum síðan. Grær hægt en örugglega. Stirður.
* Hægra hné: Mjög bólgið eftir ofnotkun í körfubolta. Sennilega tognað að sögn læknis.
* Hægri rist: Krónísk vöðvameiðsli sem krefst uppskurðar, að sögn bæklunarlæknis sem ég spjallaði við í morgun.
* Augu: -2.0 í sjón.
* Eyru: Of stór.
* Bak: Eymsl í baki eftir ofnotkun í körfubolta.

Ég get eytt fjórum af sjö vandamálum með því að saga af mér lappirnar en hitt get ég lítið gert í, nema gengið með gleraugu, húfu og gert bakæfingar, sem auðvitað er alltof mikið vesen.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.