Ég hef sleppt lyftingum síðustu tvo daga og fór þess í stað í sund og lét foreldralausa krakkaviðbjóði angra mig þar. Allavega, á þessum tveimur lyftingarlausu og hreyfingarlausu dögum hef ég lést um tvö kíló. Eitt kíló að meðaltali á dag.
Þannig að ef ég hætti að lyfta þegar ég sný aftur suður í haust mun ég verða að engu þann 12. nóvember næstkomandi. Ég sé mig því tilneyddan til að halda lyftingum áfram.
Mætið aftur hingað á morgun, mánudag. Þá mun eitthvað stórkostlegt gerast, án þess að ég geri of mikið úr því.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.