föstudagur, 22. júlí 2005

Það er ýmislegt að frétta. Hér er upptalningin:

* Eftir langa körfuboltaæfingu í gær hef ég komist að því að fæturnir á mér eru farnir að gefa sig. Hnéin á mér eru bólgin og önnur ristin illa farin ásamt bólgu eftir nýlega tognun á hinni ristinni.

* Ég faðmaði bílinn minn í gærkvöldi eftir að hafa fengið hann úr fimm daga viðgerð. Ég óska ekki verstu óvinum mínum að vera bíllausir.

* Ég fékk inn á Nemendagarðinn Höfða aftur. Í þetta sinn í stærra herbergi á 2. hæð. Það er svo stórt að það eru tveir gluggar á því.

* Syfjumetið var slegið í morgun þegar ég mældist 9,7 þreyttur af 10 mögulegum. Ég grét smá úr þreytu.

* Myndasögugerð er hafin í samstarfi við Jónas Reyni. Á næstunni mun opnast síða með herlegheitunum.

* Andleysi hrjáir mig hvað blogg varðar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.