þriðjudagur, 12. júlí 2005

Það er aðeins eitt verra í umferðinni en gamlar konur á jeppum og það eru gamlar túristakonur á jeppum. Það er engu lagi líkt hvað þessi hópur fólks er glórulaus í umferðinni. Hér er því tillaga mín:

Allir jeppar á Íslandi skulu bannaðir nema fyrir björgunarsveitir og innlenda karlmenn á aldrinum 25-50 ára með því skilyrði að viðkomandi gangi undir geðrannsókn áður en leyfi er úthlutað. Ennfremur skulu jeppar vera algjörlega bannaðir í þéttbýli.

Jeppar eru nánast tilgangslausir í ljósi þess að það er ófært kannski 2-3 daga á ári. Svo menga þeir alltof mikið. Jeppafíklar geta fengið sér Subaru Justy.

Ég held ég gerist bara alþingismaður og bjargi mannslífum í gegnum svona lagabreytingar í stað þess að verða ofurhetja, eins og áður var planað, þar sem ég kann hvort eð er ekkert að sauma í latexefni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.