mánudagur, 11. júlí 2005

Nýliðin helgi var með skemmtilegri helgum ársins, þrátt fyrir talsvert af vinnu á skattstofunni ýmist við þrif, sláttur eða yfirferð endurgreiðslna.

Á laugardaginn tók ég þátt í UÍA Bandýmóti en þar voru fjögur lið skráð til leiks. Ég spilaði með Soffíu og Karólínu undir nafninu Baugar Group. Þrátt fyrir að hafa skorað 15 mörk og aðeins fengið á okkur 5 lentum við í öðru sæti á eftir bandýfélaginu Jón, sem var með markatöluna 3-0 eftir mótið. Soffía var markahæst á mótinu með 6 mörk og Daníel úr Jóni sennilega besti leikmaðurinn. Í þriðja sæti varð félagið BAH með Björgvini, Önnu og Helga.

Um kvöldið var svo slegið upp teiti með bandýleikmönnum eins og áður segir og má sjá myndir frá því hér. Þar var grunsamlega mikið hlegið enda fyndið fólk viðstatt.

Í gær, sunnudaginn, var skattstofugarðurinn svo rakaður í góðra vina hópi, farið í sund og út að borða ásamt vinnu frameftir kvöldi í 25 stiga hita. Hljómar kannski ekki spennandi helgi fyrir nakið augað en hún var það nú samt, fjandinn hafi það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.