Enn eina ferðina sannast að alltaf getur vont versnað:
Í gær: var rúmlega 20 stiga hiti úti og á skattstofunni var varanlega skemmandi hiti. Það að opna glugga sló lítið á hitann og svitinn olli félagslegum truflunum.
Í dag: er um 25 stiga hiti úti og verið að mála skattstofuna að utanverðu af verktökum. Þegar málað er í kringum gluggana þarf að loka þeim. Þegar ekki er verið að mála í kringum þá fyllist skattstofan af málningarlykt. Ég er semsagt að kafna úr hita, svita og málningarlykt þegar þetta er ritað.
Ég sakna þess að vera bara að kafna úr hita og svita.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.