Þar sem ég verð að hafa tónlist í vinnunni er ég orðinn háður útvarpinu mínu og í kjölfarið er rökrétt að taka smá gagnrýni á útvarpsstöðvarnar:
Bylgjan
Kostir: Eitt og eitt ágætt lag spilað.
Gallar: Sjúklega væmin og ömurleg bæði hvað tónlist og útvarpsmenn varðar. Leiðinlegur ávani að fá miðaldra kellingar til að hringja inn og nöldra. Bjarni Ara er of mikið.
Stjörnugjöf: hálf stjarna af fjórum.
FM957
Kostir: Eitt og eitt ágætt lag spilað. Árni Már mágur er góður, auðvitað!
Gallar: Sjúklega hressir útvarpsmenn og flestir missa stjórnina á þættinum vegna hressleikans. Símaöt og hrekkir hættu að vera fyndnir eftir fyrstu 'Á tali með hemma gunn' þættina.
Stjörnugjöf: ein stjarna af fjórum.
Rás 1
Kostir: Rólegt, gáfulegt og afslappandi.
Gallar: Hrútleiðinlegt.
Stjörnugjöf: 1 stjarna af fjórum.
Rás 2
Kostir: Freyr Eyjólfsson, Óli Palli, Snorri Sturluson, Guðni Már Henningsson og Andrea Jónsdóttir. Góð tónlist milli 12:45 - 16:00. Ungmennafélagið er líka skemmtilegt og tallausir tónlistarþættir á kvöldin.
Gallar: Allir kvenkyns útvarpsmennirnir sem taka viðtöl við bændur á vestfjörðum, spila idol "stjörnurnar" látlaust og vita lítið sem ekkert um neitt. Einnig er fótbolti í beinni útsendingu í útvarpi gjörsamlega út í hött dagskrárgerð.
Stjörnugjöf: Þrjár stjörnur af fjórum.
Niðurstaða: MP3 spilarinn notaður fyrir hádegi. Hlustað á Rás 2 eftir hádegi og kvöldin.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.