Vinur minn sagði við mig á MSN spjallforritinu í dag: "Ég er að velta því fyrir mér hvort ég ætti að skjóta eða rota þig."
Ég setti þetta upp í formúlu til að fá út hvað hann ætti við:
(skjó/ro)*ta = þig
Ég leiddi þetta svo út í eftirfarandi skrefum:
(skjó/ro)*ta = þig
skjó/ro = þig/ta
skjó = (þig/ta)*ro
skjó = þigro/taro
taroskjó = þigro
Ég spurði hann hvað hvað hann meinti með taroskjó = þigro?
Hann er hættur að tala við mig núna og er á leiðinni yfir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.