miðvikudagur, 27. júlí 2005

Þegar ég er mjög þreyttur virðast skrautlegar blogghugmyndir koma til mín eins og flugur að mykju eða Portúgalir og Ítalir að ljóshærðu kvenfólki á Héraði. Þegar ég er lítið eða ekkert þreyttur á ég auðvelt með að skrifa um það sem á daga mína hefur drifið, ef eitthvað. Þegar ég er hinsvegar mitt á milli þess að vera dauðþreyttur og úthvíldur þá veit ég ekki hvað skal skrifa, eins og núna.

Ég lofa að sofa minna í nótt og skrifa eitthvað sniðugt næst.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.