fimmtudagur, 14. júlí 2005


Nýjar stuttbuxur fyrir nýjan körfuboltamann!


Þar sem ekki hefur komið klaufasaga af mér í amk tvo mánuði á síðu þessa hef ég ákveðið að byrja að æfa körfubolta aftur. Síðasta klaufasagan var sögð þegar ég tognaði býsna illa í körfubolta fyrir um níu vikum en allt frá þeim degi hef ég ekki stigið á bak körfuboltahestsins, hvað sem það merkir, þangað til núna.

Fyrsta æfingin var í gær en því miður stóð ég mig ágætlega miðað við níu vikna körfuboltasvelti og því er hér engin klaufasaga. Til að bæta fyrir það hef ég ákveðið að láta mig detta niður stigann hérna í vinnunni þegar ég fer heim í dag, ef ég kemst svo langt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.