Sökum kláða í auga ákvað ég í minni snargeðveiku og stjórnlausu hvatvísi að versla mér ofnæmislyfið Lóritín, áður en ég klóra mig til blóðs. Þar sem ég er mikill andófsmaður og andstæðingur lyfja þá ákvað ég að lesa mig til um aukaverkanirnar.
Hér er það sem ég fæ:
* Kláði í auga minnkar eða hverfur
* Ég virðist vera meira harðkjarna náungi, takandi dóp sem þetta.
Hér er það sem gerist líklega fyrir mig í staðinn:
* Ég fæ munnþurrk.
* Ég fæ hausverk.
* Mig mun líklega svima.
* Kannski fæ ég hraðan hjartslátt.
* Mér verður sennilega óglatt.
* Ég fæ ef til vill útbrot.
* Ég verð dapur eða daprari.
* Ég mun skulda VISA 645 krónum meira en ella.
* Tíðirnar mínar truflast, ef bara ég væri kvenmaður.
Sanngjörn skipti.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.