Athyglisbrestur er oft skemmtilegur en getur þó orðið leiðigjarn eins og eftirfarandi dæmi sannar.
Ég hringdi í lækni í dag vegna fótameiðsla minna sem virðast ekki ætla að hverfa, þrátt fyrir að þrjár vikur séu liðnar frá atburðinum. Eftir nokkrar spurningar frá læknamanninum talaði hann í nokkrar mínútur. Ég datt gjörsamlega út á meðan og sagði svo bara "jú jú" þegar hann spurði hvort ég skildi ekki hvað hann ætti við, nokkrum mínútum síðar, þakkaði fyrir og kvaddi, ekki hafandi hugmynd um hvað hafði átt sér stað.
Það er svona að hafa sódavatn, með loftbólum sem fara í æsispennandi kapphlaup upp á yfirborðið, á borðinu sínu á meðan talað er í símann.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.