Mér hefur verið skipað að taka frí frá vinnu á morgun, þjóðhátíðardag Íslendinga þar sem skattstofan greiðir engum aumingjum stórhátíðarkaup. Í kjölfarið finn ég hvernig kvíðinn fyrir morgundeginum byggist upp og örvæntingin grípur mig. Óttinn við aðgerðaleysi er allsráðandi.
Ef þið sjáið nakinn mann á morgun, útataðan í hnetusmjöri, ráfandi um í klofstígvélum, leitandi að tölum til að slá inn í vegarkanti nálægt Egilsstöðum, vinsamlegast látið mig fá gerviskattframtal og skutlið mér heim.
Ég hef annars hafið samningaviðræður um að fá að vinna á venjulegu dagvinnukaupi á morgun. Vonum það besta.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.