föstudagur, 17. júní 2005



Passion of the Christ. Þessi leikur þar.


Í gærkvöldi sá ég hryllingsmyndina Passion of the Christ en hún er byggð á skáldsögu eftir Halldór Laxness, Biblíunni. Hún fjallar um síðasta sólarhring 33ja ára töframanns sem hét Jesús og var uppi á árunum 0 til 33. Það er skemmst frá því að segja að honum var slátrað af sturluðum gyðingum, að ég held.

Í aðalhlutverkinu er tvífari John Stockton; James Caviezel í hlutverki Jesúss og aðrir í minni hlutverkum. Monica Bellucci leikur jú þarna einhverja Magdalenu sem ég skil aldrei hvað er að þvælast í sögunni, en fögur er hún og það er allt sem skiptir máli.

Um er að ræða viðbjóðslegustu mynd sem ég hef um ævi mína séð, ofbeldið er allsráðandi og augun á þessum Jesús klárlega lituð ljósgulbrún með hjálp tækninnar. Ég mæli með þessari mynd fyrir aðdáendur splatter mynda, annars ekki. Endirinn kom þó talsvert á óvart og bíð ég spenntur eftir framhaldinu.

Tvær og hálf stjörnu af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.