Loksins datt mér í hug góð hugmynd að bloggfærslu. Hugmyndin snýst um að skrifa um að hafa dottið í hug góð hugmynd að bloggfærslu, því næst fjalla lauslega um þessa færslu og hvernig hún skuli útfærð, teygja lopann og að lokum skrifa um hvernig til hafi tekist. Aldrei áður hefur jafn innihaldslaus færsla verið skráð, ef undantalin eru öll blogg stelpna undir 16 ára aldri, jafnvel eldri.
Þessari færslu er þá lokið með góðum árangri. Niðurstaðan er meðallöng færsla sem fjallar alls ekki um neitt. Og þú ert enn að lesa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.