Bubbi er maður mikilla mótsagna. Dags daglega talar hann eins og illa máli farinn nýbúi, segjandi eitthvað heimskulegt og allar myndlíkingar hans t.d. í idoldómarasætinu eru gjörsamlega út í hött. Þegar hann hinsvegar syngur þá kemur hann öllu vel til skila og allt gengur upp eins og nýjustu plötur hans sanna. Ég er ekki frá því að ég hafi meira að segja heyrt hann segja "ég vil" í einu laginu, en það getur hann ekki án þess að hafa undirspil, greinilega.
Allavega, það sem ég ætlaði mér að segja varðandi nýju diska Bubba sem fjalla um skilnað hans við kellinguna var; úff, greyið kallinn. Hann á alla mína samúð.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.