Þessum penna stakk ég á kaf í lófann á mér í dag þegar það misheppnaðist, vægast sagt, illa að stinga honum í lokið sem ég hélt á. Slíkt var aflið sem ég beitti við verknaðinn að fossblæddi úr og ég skrækti upp yfir mig af skelfingu. Sem betur fer var aðeins einn samstarfsmaður viðstaddur og því fær enginn að frétta þetta, nema mér auðvitað detti í hug að blogga um þetta en svo vitlaus er ég ekki sem betur fer.
Farið svo á gsmbloggið. Þar er að finna slatta af nýjum myndum, þar af enga nektarmynd ennþá.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.