Hér eru nokkrar skemmtilega framleiddar, algjörlega óáhugaverðar staðreyndir um mig:
* Ég geng með gleraugu sem eru þrefalt dýrari en bíllinn minn.
* Í dag keypti ég mér MP3 spilara sem kostaði jafnmikið og bílinn minn en er samt um 2.700 sinnum léttari og mun einfaldari smíði.
* Ef við værum það sem við étum þá borða ég mikið af vænisjúkum geðsjúklingum þessa dagana. Einnig smá sultu.
* Eftir 51 dag á ég afmæli. Þá kemst ég á dauðaaldurinn 27.
* Ég hef lést um 3 kg síðan ég kom austur fyrir tveimur vikum síðan.
* Á síðustu tveimur vikum hef ég unnið um 60 yfirvinnustundir, plús ca 10 tíma í að þrífa skattstofuna og tveir tímar í að slá skattstofugarðinn.
* Í síðustu 12 máltíðum hef ég borðað pulsu með öllu.
* Ég laug þessu síðasta. Ég borða ekki hráan lauk.
* Ég hef farið í sund hvern einasta dag síðan ég kom austur í sumar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.