Sumarfríið mitt hófst og endaði í morgun þegar ég ákvað að mæta í vinnuna klukkan 9 í stað klukkan 8 eins og ég geri venjulega. Ástæðan var tímaþröng í gærkvöldi, sem ég fer ekki nánar út í að svo stöddu.
Sumarfríinu ætlaði ég að verja í ferðalög, útiveru, lestur meðalgóðra bóka og að hlúa að sjálfum mér en svaf yfir mig þess í stað. Það kemur sumar eftir þetta sumar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.