þriðjudagur, 7. júní 2005

Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar tilkynnt er að bensín muni hækka í verði næstu daga um t.d. eina krónu lítrinn. Það er auðvitað ekki fyndið að olíubirgðir heimsins fara þverrandi sem veldur þessari hækkun heldur viðbrögð fólksins. Þá á ég auðvitað ekki heldur við reiðina heldur þá staðreynd að allir vitleysingarnir flykkjast á bensínstöðvarnar til að fylla á bílinn áður en hækkunin skellur á.

Segjum sem svo að manneskja aki um á 60 lítra bíl og að 10 lítrar séu eftir þegar þessar hræðilegu fréttir berast henni. Þessi rökhugsandi manneskja drífur sig á næstu bensínstöð og fyllir á bílinn fyrir meira en 5.000 krónur til að spara hve mikið? 60 lítrar - 10 lítrar sem eftir voru á bílnum = 50 lítrar sinnum 1 króna í hækkun = 50 krónur. Stórkostlegur sparnaður!

Hér eru betri hugmyndir:

* Leggið bílnum og gangið eða hjólið.
* Akið minna.
* Carpool eins og það kallast á ensku.
* Kaupið sparneytna bíla og seljið jeppana.
* Gerist öryrkjar. Þannig þurfið þið aldrei að fara neitt.
* Bruggið ykkar eigið bensín.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.