föstudagur, 24. júní 2005

Ég legg til að starfsheitinu 'læknir' verði breytt í 'athugari'. Hér eru röksemdir mínar fyrir þessari tillögu minni:

* Læknar lækna ekki alltaf. Reyndar lækna þeir eiginlega aldrei. Fólk verðu brjálað þegar það gerist.

* Athugarar athuga alltaf. Ef þeir lækna líka þá er það bara bónus fyrir manneskjuna sem vill láta athuga sig. Allir verða ánægðir.

* Athugaradeild Háskóla Íslands hljómar betur en Læknadeild Háskóla Íslands.

Ég tel að með núverandi kerfi, að læknar séu kallaðir læknar, séu vonir fólks um lækningu full miklar. Með nýja kerfinu, að læknar verði kallaðir athugarar, gerir fólk sér engar vonir um lækningu og verði því aldrei fyrir vonbrigðum.

© Veftímaritið Við Rætur Hugans

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.