Í dag þarf ég bara að vinna til 19:00 og þá á ég bara eftir lyftingar og sund til ca 22:00 sem þýðir að ég hef tvo tíma útaf fyrir mig. Aldrei óraði mig fyrir því að ég ætti eftir að fagna svona tölfræði en tveir tímar eru lengi að líða og því hef ég gert vandaða áætlun um eyðslu á þeim:
22:00 - 22:15: Rifja upp þessa áætlun
22:15 - 22:30: Bjarga lífi einhvers, einhvernveginn
22:30 - 22:45: Gera heiminn betri, einhvernveginn
22:45 - 23:00: Þrífa bílinn
23:15 - 23:30: Hugsa um peningamálin, án þess að æla blóði af stressi
23:30 - 23:45: Standa við fjöldann allan af gefnum loforðum
23:45 - 00:00: Hlusta á Kim Larsen
Eftir vandlega hugsað mál hef ég breytt áætluninni örlítið. Hún lítur svona út núna:
22:00 - 00:00: Sjónvarpsáhorf
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.