mánudagur, 13. júní 2005




Í gær, eftir vinnu, kíkti ég í heimsókn til pabba á Borgarfjörð Eystri með Björgvini bróðir. Eins og alltaf, þegar þangað er komið, er slegið til veislu og allir skemmta sér vel. Ég tók nokkrar myndir í ferðinni og birti á gsmblogginu. Ég á reyndar eftir að skrifa texta við hverja mynd þannig að þið skuluð kíkja núna á myndirnar og aftur á morgun þegar texti er kominn undir hverja mynd. Svo aftur seinna þann daginn til að sjá svörin við kommentunum sem þið hafið skrifað undir hverja mynd.

Einnig opnaði ég aðra síðu undir frasa sem mér þykir mikið til koma. Það er sértilboð í gangi á þeirri síðu: smellið hér til að komast á hana en þetta er í eina skipti sem tengill á hana birtist hér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.