Sökum þess að mér leiddist skyndilega úr hauskúpunni í dag ákvað ég að fara í bíó klukkan 18:00. Þetta er snemmasta bíóferð mín hingað til.
Myndin sem varð fyrir valinu var The Woodsman (Ísl.: Skógarbúinn) með Kevin Bacon í aðalhlutverki sem barnaníðingur sem losnar úr fangelsi eftir 12 ára dvöl. Samfélagið hefur snúið við honum baki og allar leiðir eru honum ófærar. Semsagt; mannlega hliðin á barnaníðingum.
Myndin er mjög vel leikin, athyglisverð svo ekki sé meira sagt og vel skrifuð. Það er ekki laust við að maður beri hatursfulla vorkunn til þessa tiltekins barnaníðings, slíkur er leikurinn og handritið.
Þrjár stjörnur af fjórum.
Svo vil ég biðja áhugasama kvikmyndahátíðargesti að hætta að fara á Downfall. Það er uppselt á hverja einustu sýningu!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.