Á morgun þarf ég að mæta í skólann fyrir klukkan 15:00. Ég er 10 mínutur að tannbursta mig og koma útlitinu í lag og 25 mínútur að labba í skólann. Við þessar upplýsingar myndast eftirfarandi formúla í hausnum á mér:
k + (x + 10 + 25) =< 15:00
k = klukkan þegar ég fer að sofa.
x = svefnmínútur, breyta stærri en 0.
Ennfremur myndast formúla fyrir lágmarkssvefn minn:
(x - 480)/100 - b = y
x = svefnmínútur, stærri breyta en 0.
y = pirrstuðull. Ef hann fer undir -2 verð ég mjög pirraður. Ef hann fer yfir 2 verð ég mjög þreyttur og utan við mig.
b = sjá formúlu að neðan.
Að lokum er hér svo möguleikinn að ég hafi tíma útaf fyrir mig, sem aftur getur núllað pirrstuðulinn og rúmlega það.
(15:00 - (k + x + 10 + 25))/200 = b
b = stuðull sem yfirleitt lækkar pirrstuðulinn. Getur þó hækkað hann ef ég mæti of seint.
Alls er því pirrstuðullinn eftirfarandi formúla:
(x - 480)/100 - ((15:00 - (k + x + 10 + 25))/200) = y
Svo er það bara að ákveða breyturnar K og X. Þetta gefur okkur að því lægri sem k er, því hærri getur x orðið og öfugt. Varast ber þó að færa y af skalanum -2 < y < 2.
Nú hafið þið skygnst inn í tölfræðilegan hugsunarhátt minn og séð hvernig hann virkar. Ég vona að enginn hafi kastað upp.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.