Ég hefði átt að vita betur en að láta almenning vita af bíóferðum mínum. Það var fullt út úr húsi í Regnboganum í kvöld og uppselt á Downfall. Mátulegt á þá vitleysinga sem fóru á myndina að aðdráttarafl myndarinnar, Finnur.tk, mætti ekki heldur fékk sér bara hamborgara.
Talandi um hamborgara, í kvöld var bætt heimsmet þegar hvorki fleiri né færri en níu servéttur fylgdu hamborgaranum. Aldrei hefur undirritaður orðið fyrir jafn átakanlegri viðreynslu og það frá karlmanni. Ég sagði afgreiðslumanni, eins vingjarnlega og aðstæður leyfðu, að ég væri ekki fyrir karlmenn og hljóp svo í burtu, hlæjandi held ég.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.