Á morgun, mánudaginn 18. apríl 2005, klukkan ca 17:00 í Háskóla Reykjavíkur mun maður hlaupa alelda af hamingju úr skólanum, öskrandi alsæll og sá maður verður ég. Ástæðan er einföld; sennilega síðasta próf mitt í þessum skóla verður þá lokið en á næsta ári er, að ég held, aðeins um próflausa áfanga að ræða.
Allavega, þangað til þá vil ég sem minnst rita um hvað ég er að hugsa til að koma í veg fyrir að fólk varpi sér út um glugga af leiðindum. Þess í stað vil ég gjarnan benda gestum og gangandi á þessa síðu en þarna getið þið fundið ykkar eigin fjórfara.
Hér eru mínir fjórfarar, samkvæmt síðunni. Endilega birtið ykkar í ummælum hér að neðan eða segir frá þeim.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.