Það er ótrúlegt hvað væntingar manns til skemmtunar breytast við prófalestur. Setjum það upp í dæmi:
Ég hlakka venjulega til:
* Að kaupa nýja hluti
* Fara í körfubolta
* Hitta ákveðið kvenfólk
* Fara á djammið
Núna hinsvegar hlakka ég aðeins til:
* Næstu kaffipásu
* Að lesa fréttablaðið
* Að fá mér að borða
* Að fara að sofa
* Að blikka augunum
öðrum orðum; hlakka til alls þess sem tengist náminu á engan hátt.
Niðurstaða: Því meira sem maður lærir samfleitt, því lægri verða kröfurnar um skemmtun. Þetta verður birt í Sænska vísindaritinu í næsta mánuði og í "Sexually Transmitted Infections" á næst ári, ef ég er heppinn.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.