Næstu þrjár vikur mun ég ekki hafa neitt að gera á kvöldin, fyrir utan einstakar körfuboltaæfingar. Ég hóf því í gær leit að nýrri afþreyingu og fann Iceland International Film Festival 2005 bækling í HR. Hann hef ég nú skoðað og langar mig að sjá hvorki fleiri né færri en 13 myndir. Hér er topp fimm listi yfir myndir sem ég vil sjá (niðurtalning til að hafa þetta rosalega spennandi):
5. Hotel Rwanda
4. The Woodsman
3. Garden State
2. Napoleon Dynamite
1. Downfall
Í kvöld byrja ég á að sjá Downfall í Regnboganum, ef allt fer eftir áætlun.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.