Það lítur út fyrir að ég sé búinn með allt nennið mitt og því eru hér bara nokkrir hlekkir sem ég mæli sterklega með:
Erlingur Barbari sigraði nýlega í keppninni um nafn á ofurhetjuútgáfuna af mér (DK, lesið kommentin fyrir útskýringar) og fær því hlekk á sig í verðlaun hér. Það er það minnsta sem ég get gert. Hann eignaðist jafnfram nýlega barn sem er einstaklega fallegt, en samt líkt honum (glens). Sjáið mynd af barninu hér.
Guðni heitir einn magnaðasti kappi sem ég hef kynnst en eins áður hefur verið tíundað hér þá kynntist ég honum á Egilsstöðum í sumar. Þá hóf hann blogg, hætti því skömmu síðar en er nú kominn aftur og ritar í formi ljóða. Skoðið það hér.
Sniðug hugmynd hér hjá Skjá Einum. Hinsvegar slæm hugmynd að láta vita strax af þessum plönum þar sem ég er ekki ennþá búinn að sækja um og án mín er enginn þáttur, eins og allir vita.
Samkvæmt þessari frétt get ég loksins hætt að safna hári til að virðast með stærri haus.
Eitt tæknilegt í lokin. Þið sem eruð orðin þreytt á því hversu mikið minni Acrobat reader tekur við að hlaða PDF skjölin þá er hér að finna mun hraðvirkara forrit. Prófið það og þakkið mér fyrir með blómum og skjalli. Ekki þakka höfundum forritsins fyrir, þeir eru nú þegar nógu montnir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.