Ameríkuliðið
Endur fyrir löngu sá ég myndina Team America: World Police og hef hingað til gleymt að skrá það niður á þessa forlátu síðu. Nú, tveimur vikum síðar er hún mér enn í minni en fer dalandi þannig að nú er tækifærið til að skrifa um hana.
Myndin er eftir Matt Stone og Trey Parker, þá sömu og gera South Park teiknimyndirnar og er því býsna öðruvísi. Til að byrja með er hún með strengjabrúður í aðalhlutverki. Hún fjallar á mjög kaldhæðinn hátt um heimsyfirvaldatakta Bandaríkjamanna og út úr því skapast mikið ævintýri þar sem hollywoodstjörnur eru teknar fyrir og rassskelltar fyrir pólitískar skoðanir.
Myndin er fyndin og á köflum út í hött sem er ekkert verra. Gríninu er skotið fast í allar áttir og engin eiginleg afstaða tekin í neinu málefni, sem er heldur ekkert verra, og þó. Það sem mér fannst hinsvegar verra var að hún skilur lítið eftir sig. Grínið er óminnisstætt.
Allavega, þrjár stjörnur af fjórum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.